Vestfirska forlagið - netverslun

 x 

Karfa tóm

Hjólabækur-1-4

Söluverð5900 kr
hjolabaekur3saman-net2
hjolabaekur3saman-net3
Lýsing

Vandaður leiðarvísir sem á sér enga hliðstæðu hér á landi.

Það er svo merkilegt með þessar bækur hans Ómars Smára að þær henta öllum hvort sem þeir eru gangandi, akandi, hlaupandi, ríðandi eða hjólandi!
Við auglýsum bækur okkar yfirleitt ekki sem stórkostlegar, meiriháttar eða snilldarverk. En, hjólabækurnar eru meistaraverk, sagði kona nokkur hér fyrir vestan! Við verðum að taka undir það.
Hér er lýst tólf hjólreiðaleiðum, auðveldum og erfiðum, sem eiga það sameiginlegt að þær liggja í hring og að hægt er að loka hringnum á einum degi. Hverri leiðarlýsingu fylgja tillögur að fleiri ferðum. Þar að auki er átta léttra hringleiða sem ekki teljast til dagleiða getið í bókinni. Einnig er í henni að finna kort af almenningssamgöngum og umferðarþunga.
Helstu hagnýtu upplýsingar um hverja leið eru útlistaðar í máli og á kortum. Allar leiðirnar eru teiknaðar með litaskala sem útskýrir hve brattinn er mikill. Tæplega 200 ljósmyndir gefa innsýn í sýsluna, hvernig þar er umhorfs og hverskonar vegir og stígar bíða lesenda.