Vestfirska forlagið - netverslun

 x 

Karfa tóm

Sólin er klukkan sjö á Hreiðarstaðafjallinu - Ævi mín í pörtum

Jóhannes fór í pólitík og komst að því síðar að hann botnaði ekkert í henni en var þá hættur.
Söluverð2243 kr
Lýsing

Jóhannes Sigvaldason er Svarfdælingur. Ólst upp við sveitastörf striðsáranna þegar gamli tíminn var að mæta hinum nýja. Klukka var ekki hjá fólki við heyskap en verklok þegar sól var á Hreiðarsstaðafjallinu. Jóhannes vann fyrir bændur og landbúnað allan sinn starfsferil. Stýrði nokkrum félögum og var hvorki verri eða betri en fyrirrennarar og viðtakendur.

Jóhannes fór í pólitík og komst að því síðar að hann botnaði ekkert í henni en var þá hættur. Hann var um skeið í Framsóknarflokknum á Akureyri og starfaði þar talsvert að bæjarmálum. Jóhannes segir frá því í bók sinni að margt ágætis fólk hafi verið þar í flokknum. En þetta fólk var sjaldan með glens á vörum. Gamanmál voru ekki hið daglega á milli manna. Það þótti honum svolítið merkilegt. En þegar hann fór úr Framsóknarflokknum fór hann aftur að hlæja.

Jóhannes eignaðist góða konu og eru þau mjög lánsöm með afkomendur.