Vestfirska forlagið - netverslun

 x 

Karfa tóm

Vestfirðingar til sjós og lands - Gaman og alvara fyrir vestan

Bók þessi hefur að geyma ýmsar frásagnir af Vestfirðingum, lífs og liðnum. Bæði í gamni og alvöru.
Söluverð1650 kr
Lýsing

Bók þessi hefur að geyma ýmsar frásagnir af Vestfirðingum, lífs og liðnum. Bæði í gamni og alvöru. En margir telja að við þurfum að hafa einhver gamanmál með allri alvörunni ef vel á að fara. Margt af því sem hér er borið á borð hefur áður sést í bókunum að vestan og víðar. En skjaldan er góð vísa of oft kveðin eins og þar stendur.

Í bréfi til okkar frá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrir nokkrum árum segir m. a. svo:

„Alúð þín við sögu fólks við Dýrafjörð og víðar á Vestfjörðum er mikil og merk. Við sem unnum þessum slóðum erum full þakklætis og virðingar.“

Þessi fallegu orð mega hundruð höfunda og ýmsir aðrir sem lagt hafa hönd á plóginn hjá Vestfirska forlaginu einnig taka til sín.