Vestfirska forlagið - netverslun

 x 

Karfa tóm

Vestfirska forlagið
Sími og myndsími: 456 8181
Brekku í Dýrafirði
470 Þingeyri

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kt. 280640-6119
Banki 0154-26-7272

Ókeypis heimsendingar hvert sem er á Íslandi!

Vestfirska forlagið einbeitir sér að útgáfu á vestfirsku efni undir samheitinu Bækurnar að vestan og hefur nú gefið út bækur í 16 ár frá árinu 1994.

Hallgrímur Sveinsson, þáverandi staðarhaldari á Hrafnseyri við Arnarfjörð stofnaði Vestfirska forlagið 1994 og hefur rekið það síðan með vaxandi umsvifum. Vestfirska forlagið hefur gefið út á þriðja hundrað bækur og er þá helst að nefna ritröðina Frá Bjargtöngum að Djúpi (tólf bindi), Mannlíf og saga fyrir vestan (tuttugu hefti), 101 Ný vestfirsk þjóðsaga (átta hefti), 99 Vestfirskar þjóðsögur (fjögur hefti) og tvær bækur með úrvali úr vestfirskri fyndni.
Í þessum bókaflokkum er samankomið geysi mikið efni úr nánast öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum, en í þeim er lögð áhersla á að blanda saman blíðu og stríðu og gamni og alvöru, líkt og gerist í mannlífinu almennt. Síðan mætti telja fjölda ævisagna sem forlagið hefur einnig gefið út.